Stóri bróðir hennar Hönnu fékk dropa af hreinsiefni í augað. Varan er ekki ætandi en það er samt vont og veldur alvarlegum ertandi áhrifum í auganu. Það eina sem léttir á óþægindunum er að skola augun með miklu vatni. Kannski fer hann aðeins gætilegar í næsta sinn.

Stóri bróðir hennar Hönnu er að hreinsa fingraför af handriðinu á stiganum. Skyndilega hleypur hann inn í eldhús og skolar augun með fullt af vatni.

Hvers vegna hreinsar stóri bróðir hennar Hönnu augun með vatni?