Til að fjarlægja hárið úr niðurfallinu hellir frænka hennar Hönnu stíflueyði niður í það. Stíflueyðir er ætandi. Ef hann kemst í snertingu við augun eða húðina getur ætandi vökvinn verið skaðlegur. „Næst nota ég drullusokk í staðinn. Eða fullt af heitu vatni,“ muldrar hún.

Stundum stíflast niðurfallið í sturtunni vegna hára og annarra óhreininda. Frænka hennar Hönnu er að leysa málið með stíflueyði. Hún er klædd í stígvél og hanska og er með hlífðargleraugu.

Hvers vegna er frænka hennar Hönnu í stígvélum og hönskum og með hlífðargleraugu í sturtunni?