Efnunum í viðarvörninni er ætlað að drepa smáar lífverur á borð við þörunga og sveppi. Ef þessi efni lenda í náttúrunni geta þau skaðað plöntur og fiska í ám. Þess vegna fer bróðir hennar Hönnu með fötuna á endurvinnslustöðina. Þar verður farið með hana á réttan og öruggan hátt.

Stóri bróðir hennar Hönnu var að ljúka við að bera viðarvörn á hjólageymsluna. Fatan er næstum tóm. Hann fer á hjólinu með fötuna og málningarburstann á endurvinnslustöð í nágrenninu.

Af hverju er bróðir hennar Hönnu að fara á endurvinnslustöð með næstum tóma fötu undan viðarvörn?