Ef þú geymir flugelda heima hjá þér er mjög mikilvægt að geyma þá fjarri eldfimum vörum, rafbúnaði eða stöðum þar sem þeir geta komist í snertingu við neista (til dæmis frá slípirokki). Einnig ætti að passa upp á að geyma flugelda á öruggum stað þar sem börn ná ekki til.

Frændi hennar Hönnu er að taka til í bílskúrnum. Hann fann tvo flugelda í kassa. Kassinn er við hliðina á slípirokki sem er á vinnuborðinu. Hann setur gömlu sólgleraugun hennar Hönnu á sig og flytur kassann á dimman, kaldan stað í bílskúrnum.

Hvers vegna setur frændi hennar Hönnu á sig sólgleraugu þegar hann færir kassann?