Leiðbeiningar fyrir kennara

Markmið með Huldum hættum á heimili Hönnu

Mörg algeng efni til heimilisnota geta verið hættuleg og nemendur kunna því að finna þau heima hjá sér.

Hönnuhús hjálpar nemendum þínum í 3.-7. bekk (8-12 ára gömul) að gera sér grein fyrir þýðingu hættumerkja á efnavörum til að koma í veg fyrir slys eða óæskilega notkun.

Kennsluefnið mun veita nemendum þínum þekkingu um grunnhugtök í efnafræði og um ótilætluð áhrif efnanna á heilsu manna og umhverfið.

Vefsíðan inniheldur

 • 4 kennsluáætlanir
  Kennsluáætlun 1 er miðuð við nemendur á aldrinum 8-9 ára (í 3.-4. bekk). Kennsluáætlanir 2, 3 og 4 eru miðaðar við nemendur á aldrinum 10-12 ára (í 5., 6. og 7. bekk).
 • 9 tilvik á heimili Hönnu
  Fjölskyldan hennar Hönnu er að þrífa á heimilinu og notar til þess hættumerktar efnavörur.
 • 3 fræðslugreinar
  Þessar greinar eru tengdar kennsluáætlunum 2, 3 og 4.
 • Skyndipróf um hættumerkin
  Nemendur athuga hversu mörg hættumerki þeir þekkja.
 • Yfirlit yfir hættumerkin 9
  Útskýringar fyrir hvert og eitt hættumerki.

Aðalnámskrá grunnskóla

Kennsluefnið tengist nokkrum hæfnisviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá grunnskóla undir samfélagsgreinum og náttúrugreinum, m.a.:

Samfélagsgreinar:
Reynsluheimur - 

Við lok 4. bekkjar getur nemandi:                                                                                                     - Varast hættur á heimili sínu og í nágrenni.                                                                          Við lok 7. bekkjar getur nemandi:                                                                                                     - Séð gildi slysavarna og viðbragða við slysum í heimahúsum, nærsamfélagi og náttúru.

Náttúrugreinar:
Lífsskilyrði manna - 

Við lok 4. bekkjar getur nemandi:                                                                                                     - Bent á skaðleg efni og hvernig ýmsir sjúkdómar og sýklar eru smitandi.                     Við lok 7. bekkjar getur nemandi:                                                                                                     -Útskýrt lífsskilyrði manna og helstu áhættuvalda í umhverfinu.

Samspil vísinda, tækni og þróunar í samfélaginu - 

Við lok 4. bekkjar getur nemandi:                                                                                                     - Flokkað gerviefni og náttúruleg efni eftir tilurð þeirra                                                      Við lok 7. bekkjar getur nemandi:                                                                                                     -Bent á algeng efni á heimilum og í samfélaginu, notkun þeirra og áhrif á heilsu manna og umhverfið.

Umgjörð sögunnar "Huldar hættur á heimili Hönnu"

Hönnu leiðist. Í dag er fjölskyldan hennar að þrífa á heimilinu. Mamma hennar Hönnu vill að hún sé ekki fyrir og segir: „Það getur verið hættulegt að þrífa húsið“. Hanna vill komast að því hvers vegna heimilisþrif geta verið hættuleg. Hún grípur því myndavélina sína og tekur 9 myndir af fjölskyldunni í mismunandi aðstæðum við þrifin.

4 kennsluáætlanir

Á vefsíðunni má finna 4 kennsluáætlanir. Kennsluáætlun 1 er miðuð við nemendur á aldrinum 8-9 ára (í 3.-4. bekk). Kennsluáætlanir 2, 3 og 4 eru miðuð við nemendur á aldrinum 10-12 ára (í 5., 6. og 7. bekk). Kennsluáætlanirnar fela í sér 9 tilvik úr Hönnuhúsi. Í hverri kennsluáætlun er fólgið námsmarkmið og kennsluleiðbeiningar sem hægt er að fylgja skref fyrir skref.

9 tilvik á heimili Hönnu

Nemendur geta valið á milli 9 mismunandi aðstæðna á heimili Hönnu:

Tilvik á heimili Hönnu Vara Hættumerki
Pabbi er að hreinsa klósettið Klósetthreinsir Ætandi
Litli bróðir er að setja í uppþvottavélina Þvottaefnistöflur Heilsuskaði
Frændi tekur til í bílskúrnum Flugeldar Sprengfimt
Mamma kveikir upp í grillinu Grillvökvi Alvarlegur heilsuskaði
Stóri bróðir er að setja viðarvörn á hjólageymsluna Viðarvörn Skaðleft umhverfinu
Stóra systir er að vatnsverja skóna sína Vatnsverjandi úði Eldfimt
Heilsuskaði
Pabbi er að útrýma maurum Mauraeitur Skaðlegt umhverfinu
Frænka hennar Hönnu er að hreinsa niðurfallið í sturtunni Stíflueyðir Ætandi
Stóri bróðir er að hreinsa handriðið á stiganum Hreinsiefni Heilsuskaði

Tilvikin eru sett upp skref fyrir skref: Við notum 9 mismunandi hættumerki til að merkja hættuleg efni. Aðeins 6 af þeim koma fyrir í tilvikunum á heimili Hönnu vegna þess að hættumerkin „Bráð eituráhrif“ og „Gas undir þrýstingi“ koma sjaldan fyrir á venjulegum heimilisvörum. Hættumerkið „Eldnærandi“ er ekki notað þar sem það er frekar svipað hættumerkinu „Eldfimt“ sem kann að valda ruglingi hjá nemendum. Það er þó hægt að finna lýsingu á öllum hættumerkjunum 9 á valmyndinni efst á síðunni.

 1. Tilvikið er kynnt.
 2. Borin er fram spurning varðandi kringumstæðurnar með þremur mögulegum svörum.
 3. Þegar svar hefur verið valið, þá birtist rétta svarið.
 4. Nemandinn ætti að giska á hvaða hættumerki er(u) á vörunni sem notuð í hverju tilviki fyrir sig.
 5. Þegar hættumerki hefur verið valið, þá birtist rétt svar með stuttri lýsingu á hættumerkinu. Með því að smella á hnappinn „Lestu meira" er hægt að fá nánari upplýsingar um hvert hættumerki.
 6. Nemandinn getur valið nýtt tilvik með því að smella á gula táknið með húsinu.

3 fræðslugreinar

Fræðslugreinarnar 3 á forsíðu "Huldar hættur á heimili Hönnu" tengjast kennsluáætlunum þremur sem eru miðaðar við nemendur á aldrinum 10-12 ára (í 5., 6. og 7. bekk).

„Heimur okkar samanstendur af efnum“ fjallar um að efni myndast bæði náttúrulega og eru manngerð og af hverju sumar heimilisvörur bera eitt eða jafnvel fleiri hættumerki.

„Verum varkár“ fjallar um þann skaða sem efni geta valdið á heilsu okkar og hvernig eigi að tryggja örugga notkun á hættumerktum vörum.

„Efni í umhverfinu“ fjallar um hugtakið „umhverfisskaðleg efni“ og hvað sé hægt að gera til þess að halda hættulegum efnum frá umhverfinu.

Skyndipróf um hættumerkin

Á forsíðu vefsins "Huldar hættur á heimili Hönnu" má finna próf þar sem nemendur geta kannað þekkingu sína á hættumerkjum.

Yfirlit yfir 9 hættumerki

Það er hægt að finna lýsingu á öllum hættumerkjunum 9 efst á síðunni.

Undirbúningur

 1. Farðu í gegnum tilvikin og lestu fræðslugreinarnar á vefnum.
 2. Til að fá frekari upplýsingar um hættumerkin 9 er hægt að fara á ust.is/haettumerki eða á vefsvæði Efnastofnunar Evrópu; https://chemicalsinourlife.echa.europa.eu/pictograms-infographic
 3. Taktu frá skjávarpa og önnur nýsigögn.

Tæknilegar kröfur:

Vefsíðan er hönnuð fyrir staðlaða skjáupplausn í flestum nýlegum vöfrum (IE9+, Safari, Firefox og Chrome). Til að skoða vefsíðuna eins og hún var hönnuð þarf skjáupplausn að vera að lágmarki 1024 pixlar að breidd og 768 pixlar að hæð. Vefsíðan krefst ekki vafraviðbóta en JavaScript þarf að vera virkjað. Hægt er að skoða vefsíðuna í snjalltækjum á borð við spjaldtölvur og farsíma en það kemur ekki eins vel út þar sem hún er ekki sniðin að þeim.