Kennsluleiðbeiningar #4: Efni og umhverfið

Markmið

Nemendur munu læra að þekkja hugtakið „umhverfisskaðleg efni“. Nemendurnir munu átta sig á að hættuleg efni sem enda út í umhverfinu geta bæði valdið tafarlausum eða langtíma áhrifum. Einnig munu þeir kynnast hættumerkinu „Skaðlegt umhverfinu“, hvernig á að meðhöndla og losa sig á réttan hátt við vörur sem eru merktar með þessu hættumerki.

Bekkur

5. til 7. bekkur ( 10-12 ára gömul)

Kennslutími

Tvær kennslustundir: 90 mínútur


Kynning á umhverfisskaðlegum efnum

 • Umhverfisskaðleg efni geta verið eitruð fyrir lífverur.
 • Sum umhverfisskaðleg efni geta valdið bæði dýrum og plöntum skaða ef að þau enda úti í náttúrunni. Vel þekkt dæmi eru blý- og kvikasilfursefnasambönd frá iðnaði eða frá námuvinnslu, plöntuverndarvörur sem notaðar eru í landbúnaði og botnmálning á skipum sem notuð er til þess að koma í veg fyrir að þörungar eða aðrar lífverur taki sér þar bólfestu og þannig mætti lengi telja.
 • Efni í vörum til heimilisnota eru oftast ekki álitin vera umhverfisskaðleg. Samt sem áður innihalda sumar af þessum vörum  efni sem geta verið skaðleg umhverfinu.

Settar fram tilgátur um upptök umhverfiskaða, hvað veldur visnun trésins eða dauða fiskisins.

Í þessari kennslustund eiga nemendur geta sér til um áhrif efna á umhverfið. Tilgáturnar verða kannaðar í Hönnuhúsi síðar. Það eru engin ákveðin rétt svör við þessum spurningum. Meginatriðið er að virkja nemendur í umræðu.

 • Spurning 1: Hver heldur þú að séu upptök manngerðra hættulegra efna sem enda í umhverfinu?
  Svörin gætu verið slys og mengun, fráveituvatn frá iðnaði, loftmengun frá strompum og umferð, ólögleg förgun á umbúðum efna, efni til heimilisnota. Skrifaðu svör nemendanna á töfluna.
 • Spurning 2: Hvað gerist þegar að efni losna út í umhverfið?
  Svörin gætu verið: Efnin skaða fæðukeðjuna og vistkerfið, þau valda loftmengun, flytjast um langar leiðir t.d. til Norðurskautsins og valda mengun vatns. Dýr veikjast og deyja. Skrifaðu svör nemendanna á töfluna.
 • Spurning 3: Eitt af hættumerkjunum níu sýnir visnað tré og dauðan fisk. Hvað heldur þú að þetta hættumerki þýði?
  Svör gætu verið olíumengun, mengað vatn, hættulegt fyrir náttúruna, dauður fiskur, Skrifaðu svör nemendanna á töfluna.
 • Spurning 4: Þetta hættumerki gæti komið fyrir á vörum heima hjá þér. Hvers konar vörur er hér um að ræða? 
  Segðu þeim frá því að vörurnar er oftast að finna í eldhúsinu eða bílskúrnum. Láttu nemendurna vinna saman í pörum í 10 mínútur. Skrifaðu tillögur nemendanna á töfluna. Láttu þá útskýra hvers vegna þeir halda að þessar vörur séu merktar með hættumerkinu „Skaðlegt umhverfinu“.

Rannsókn og umræða: Lestu greinina „Efni og umhverfið“

 • Biddu nemendurna að lesa greinina „Efni og umhverfið“ á vefsíðunni honnuhus.is . Þú getur einnig prentað han út. Nemendurnir ættu að geta lesið alla greinina á 10-15 mínútum, hvor sem er í kennslustundinni sjálfri eða sem heimaverkefni.
 • Biddu nemendurna um að ræða um greinina tvo og tvo saman og skrifa niður spurningar. 

Biddu nemendurna um að leggja upplýsandi spurningar fyrir bekkinn.

 • Umræða í bekknum: Umhverfisskaðleg efni geta annað hvort safnast upp í fæðukeðjunni eða valdið tafarlausum skaða um leið og þau eru losuð út í umhverfið. Útskýrðu muninn á þessu tvennu.
 • Umræða í bekknum: Hvað er fæðukeðja? Reyndu að búa til fæðukeðju á töflunni og útskýra hvað gerist þegar að efni safnast upp í fæðukeðjunni.

Tilgátur prófaðar: Heimsæktu Hönnuhús

 • Farðu í gegnum tilvikin 9 í Hönnuhúsi og finndu vörurnar sem eru með hættumerkið „Skaðlegt umhverfinu“ á merkimiðanum.
 • Skrifaðu niður atriði um þessar mismunandi vörur:
  • Hvernig á að meðhöndla þessar vörur á réttan hátt?
  • Hvað ættir þú aldrei að gera við leifar af vörum sem eru merktar með hættumerkinu „Skaðlegt umhverfinu?
  • Á hvaða öðrum vörum, fyrir utan skordýraeitur og viðarvörn, er líklegt hægt sé að finna merkið „Skaðlegt umhverfinu“?
 • Í bekknum: Farðu í gegnum svör nemenda frá fyrri spurningum um tilgátur. Fylltu inn í umræðuna með nýrri innsýn frá tilvikum úr Hönnuhúsi.

Frekari tillögur: Búið til ykkar eigið skyndipróf um umhverfisvá

Búið til ykkar eigin krossapróf með 5-10 spurningum sem eru settar upp eins og tilvikin í Hönnuhúsi: Ein spurning með þremur valmöguleikum. Eitt af svörunum er rétt.

Til að útbúa skyndiprófið þurfa nemendurnir að nota þekkingu sína og finna frekari upplýsingar í Hönnuhúsi.

Láttu nemendur vinna verkefnið saman í litlum hópum. Dreifðu út 10 spjöldum á hvern hóp.

Skrifaðu spurninguna og valmöguleikana á eina hlið. Rétta svarið á að koma fram á hinni hliðinni.

Dæmi um spurningar geta verið:

Hættumerkin eru 9 - Hvað sýnir myndin á hættumerkinu „Skaðlegt umhverfinu“?

 1. Skip sem er að losa olíu út í hafið
 2. Visnað tré og dauðan fisk
 3. Þrjá dauða ísbirni

Á hvaða vörum er líklegt að finna merkið „Skaðlegt umhverfinu“ á merkimiðanum?

 1. Grillvökva
 2. Hreinsiefnum
 3. Viðarvörn

Hvernig á maður að losa sig við vörur sem bera merkið „Skaðlegt umhverfinu“?

 1. Hella þeim í vaskinn, efnið mun hreinsa niðurfallið.
 2. Nota leifarnar til þess að vökva plönturnar í garðinum, þær virka sem nokkurskonar áburður.
 3. Það á alltaf að fara með leifar til spilliefnamóttöku.

Nemendurnir geta notað skyndiprófið til þess að kanna þekkingu vina sinna eða foreldra um merkið „Skaðlegt umhverfinu“.