Það getur verið hættulegt að nudda á sér augun ef þú ert með þvottaefni á puttunum. Í þvottaefnistöflum eru efni sem geta verið mjög hættuleg ef þú færð þau óvart í augun eða munninn.

Foreldrar Hönnu hafa kennt litla bróður hennar að setja í og taka úr uppþvottavélinni. Hann tekur uppþvottatöflu úr umbúðunum og setur í hólfið. Að því loknu þvær hann sér um hendurnar.

Hvers vegna þvær litli bróðir Hönnu sér um hendurnar?