Stóra systir hennar Hönnu veit að maríuhænur éta blaðlýsnar á rósarunnunum. Maríuhænur eru gagnleg skordýr. Ef þú vilt losna við maura þarftu að fara varlega. Eitrið getur líka drepið önnur skordýr sem eru gagnleg í garðinum.

Það eru maurar um allt hús. Pabbi hennar Hönnu ákvað að gera eitthvað í málinu í dag. Hann notar úðabrúsa með skordýraeitri. Stóra systir hennar Hönnu er að segja honum eitthvað.

Hvað er systir hennar Hönnu að segja pabba?