Grillvökvinn inniheldur efni sem geta verið mjög skaðleg fyrir heilsuna. Ef þú gleypir hann óvart getur þér svelgst á og skaðað í þér lungun. Í verstu tilvikum er lífshættulegt að gleypa grillvökva.

Mamma hennar Hönnu er að undirbúa grillið á pallinum. Hún hellir grillvökva yfir kolin og kveikir í. Að því loknu gengur hún frá grillvökvanum ofan í læstan kassa.

Af hverju setur mamma hennar Hönnu grillvökvann í læstan kassa?