Kennsluleiðbeiningar #1: Hönnuhús

Markmið

Nemendur munu læra um hættumerkin 9, sem notuð eru til að merkja hættuleg efni í þeim tilgangi að nemendur átti sig á hinum mismunandi hættum sem geta stafað af efnavörum.

Bekkur

3. til 4. bekkur (8-9 ára gömul).

Kennslutími

Ein eða tvær kennslustundir eða 45-90 mínútur.

Efniviður

Efnavörur til heimilisnota með mismunandi hættumerkjum á merkimiðanum, t.d. klósetthreinsir, uppþvottalögur, skó- eða textílúði og grillvökvi.

Kennslustund

Kynning á hættumerkjum

  • Mörg efni eru hættuleg heilsunni eða umhverfinu.
  • Flest efnanna sem þú notar eru ekki hættuleg ef þú notar þau á réttan hátt og veist hvað á að gera ef eitthvað fer úrskeiðis.
  • Sum efni þarf að fara gætilegar með en önnur.
  • Ef þú lest leiðbeiningar á merkimiða og kynnir þér hættumerkin geturðu borið kennsl á fleiri hættulegar vörur, lært að þekkja hætturnar og þannig forðast þær, til dæmis með því að nota hlífðarhanska og hlífðargleraugu.
  • Merkimiði á hættulegum efnum er samsettur úr sérstökum táknum og viðvörunum.
  • Þessi hættumerki og texti tengdur þeim er lögbundin. Fyrirtæki sem framleiða eða selja efnavörur sem búa yfir hættulegum eiginleikum bera ábyrgð á því að merkja þær viðeigandi hátt.
  • Efni er ekki bara eitthvað sem vísindamenn nota á rannsóknarstofum. Flestir nota efni heima hjá sér á hverjum degi, til dæmis við þvotta, þrif og önnur heimilisstörf. Margir nota líka efni í vinnunni.

Heimsæktu Hönnuhús

  • Sýndu nemendum þínum vörur sem merktar eru með hættumerkjum. Spurðu nemendurna hvað þau halda að hættumerkin á merkimiðanum þýði.
  • Opnaðu vefsíðuna honnuhus.is á skjávarpanum. Ef nemendur þínir eru ekki búnir að læra að lesa skaltu lesa textann upphátt fyrir þá.
  • Leiðbeindu nemendum þínum í gegnum tilvikin 9 á skjávarpanum.

Við lok kennslustundarinnar

  • Gerðu ráð fyrir auka 10 mínútum í lok kennslustundarinnar. Varpaðu hættumerkjunum 9 upp. Geta nemendur þínir svarað eftirfarandi spurningum um hættumerkin?
  • Hvaða vörur eru yfirleitt merktar sem eldfimar?
  • Hverjar eru hætturnar og hvernig má forðast þær?
  • Hvernig vörur eru yfirleitt merktar sem ætandi?
  • Hverjar eru hætturnar og hvernig má forðast þær?
  • Hvernig vörur eru yfirleitt merktar sem hættulegar heilsunni?
  • Hverjar eru hætturnar og hvernig má forðast þær?

Prófaðu skyndiprófið

  • Ljúktu við kennslustundina með því að láta nemendurna taka skyndiprófið um hættumerkin á vefsíðunni. Hvernig gekk þeim?