Kennsluleiðbeiningar #3: Verum varkár

Markmið

Nemendur munu læra um hugtakið að verða fyrir váhrifum af völdum efna en einnig um langtímaáhrif og skammtímaáhrif. Enn fremur munu nemendurnir geta útskýrt hvað hættumerkin „Heilsuskaði“, „Alvarlegur heilsuskaði“ og „Ætandi“ þýða og hvernig á að tryggja örugga notkun á hættumerktum efnum.

Bekkur

5. til 7. bekkur (10-12 ára).

Kennslutími

Tvær kennslustundir eða 90 mínútur

Kynning á hættumerkjum

  • Í þessari kennslustund munum við einblína á heilsuskaða og hvernig við getum tryggt öryggi okkar.
  • Fjögur af hættumerkjum níu segja þér að varan geti valdið heilsuskaða ef hún er ekki notuð á réttan hátt. Sýndu í tölvunni hættumerkin „Heilsuskaði“, „Alvarlegur heilsuskaði“, „Ætandi“ og „Bráð eituráhrif“ frá vefsíðunni um Hönnuhús.
  • Eitt af þessum hættumerkjum – „Bráð eituráhrif“ – ætti ekki að vera að finna á vörum til heimilisnota. Efni sem bera þessa merkingu eru mjög eitruð og eingöngu til notkunar í iðnaði, á rannsóknarstofum eða í atvinnuskyni af öðrum fagaðilum.

Settar fram tilgátur fyrir því hvernig þú verður fyrir váhrifum efna

Teiknaðu mynd af líkama á töfluna. Vertu viss um að andlitið sé með augu, nef, munn og eyru. Nemendur eiga að setja fram tilgátur  sem verða kannaðar í Hönnuhúsi síðar. Þess vegna eru engin ákveðin rétt svör við eftirfarandi spurningum. Aðalatriðið er að fá nemendurna til þess að hugleiða og ræða viðfangsefnið.

  • Spurning 1: Veit einhver hvað orðið „váhrif“ eða „að verða fyrir váhrifum af einhverju“ þýða?
    Notaðu teikninguna til þess að sýna á hvaða hátt líkaminn getur orðið fyrir váhrifum af einhverju.

    Tillögur nemendanna gætu verið: Hávaði, loftmengun, stríðni.

    Útskýrðu „váhrif“ í þessu samhengi. Segðu nemendunum frá því að hér þýðir orðið „á hvern hátt efni geta borist inn í líkamann“.
  • Spurning 2: Á hvaða hátt getur þú orðið fyrir váhrifum efna í daglegu lífi?
    Tillögur nemenda gætu verið: Efni komast inn í líkamann í gegnum húð eða augu, við innöndun með nefi eða í gegnum munn og við inntöku. Skrifaðu tillögurnar á töfluna.
  • Spurning 3: Hverjar gætu afleiðingarnar verið eftir að hafa orðið fyrir váhrifum efna?
    Tillögur nemenda gætu verið: Erting eða bruni á húð, svimi, öndunarerfiðleikar, höfuðverkur, ofnæmi og svo framvegis. Skrifaðu tillögurnar á töfluna.

    Eftirfylgnispurning: Hefur einhver lent í slæmri reynslu vegna áhrifa efna, til dæmis fengið ofnæmi?
  • Spurning 4: Hvað getur þú gert til þess að tryggja öryggi þitt frá því að verða fyrir váhrifum hættulegra efna?
    Tillögur nemenda gætu verið: Nota hlífðarhanska, hlífðargleraugu, lofta um herbergi, nota hættuminni efni í staðinn. Skrifaðu tillögurnar á töfluna.
  • Spurning 5: Hvað áttu að gera ef það verður slys?
    Tillögur nemenda gætu verið: Hringja í lækni, hreinsa með vatni, drekka mikið af vatni. Skrifaðu tillögurnar á töfluna.

Rannsókn og umræða: Lestu greinina „Verum varkár“.

  • Biddu nemendurna að lesa greinina „Verum varkár“ á vefsíðunni honnuhus.is. Þú getur einnig prentað út greinina. Nemendurnir ættu að geta lesið alla greinina á 10-15 mínútum, hvor sem er í kennslustundinni sjálfri eða sem heimaverkefni.
  • Biddu nemendurna um að ræða um greinina tvo og tvo saman og skrifa niður spurningar.
  • Biddu nemendurna um að spyrja upplýsandi spurninga um greinina í bekknum.
  • Umræða í bekknum: Hver er munurinn á áhrifum sem koma fram stuttu eftir snertingu við efni og áhrifum sem koma fram á löngum tíma eftir snertingu við efnið?

Tilgátur prófaðar: Heimsæktu Hönnuhús

  • Farðu í gegnum tilvikin 9 í Hönnuhúsi og finndu vörurnar sem eru með hættumerkjunum þremur sem um er að ræða, þ.e.a.s.„Alvarlegur heilsuskaði“, „Heilsuskaði“ og „Ætandi“ á merkimiðanum (látið tvo og tvo vinna saman).
  • Skrifaðu niður atriði um þessar mismunandi vörur.
    • Hvernig kemst þú í snertingu við efnin í þessum mismunandi vörum?
    • Hver eru möguleg áhrif efnanna?
    • Eru það langtímaáhrif eða skammtímaáhrif – eða kannski bæði?
    • Hvað getur þú gert til að tryggja öryggi þitt?
  • Í bekknum: Farðu í gegnum svör nemenda út frá fyrri spurningum um tilgátur. Fylltu inn í umræðuna með nýrri innsýn frá tilvikum úr Hönnuhúsi.

Frekari tillögur: Gerið átak um „Verum varkár“

Nú ættu nemendur þínir að vera sérfræðingar um heilsuskaða vegna notkunar á efnum til heimilisnota og um hættumerkin „Heilsuskaði“, „Alvarlegur heilsuskaði“ og „Ætandi“.

Segðu nemendunum að þeir geti notað þekkingu sína til þess að gera átak í skólanum:

  • Markhópur eru börn á aldrinum 8 til 12 ára.
  • Markmið átaksins er að deila þekkingu þeirra um hættumerkin „Heilsuskaði“, „Alvarlegur heilsuskaði“ og „Ætandi“.
  • Skilaboð átaksins eru: Verið mjög varkár ef að við sjáum þessi hættumerki.
  • Átakið getur samanstaðið af:
  1. Veggspjaldi með öryggisleiðbeiningum sem getur hangið á veggjum skólans.
  2. Bæklingur sem hægt er að dreifa til markhópsins í matartíma.
  3. Jafnvel geta nemendurnir komið með aðrar hugmyndir um hvernig á að koma skilaboðunum á framfæri.
  4. Hvatningu til markhópsins til þess að fara inn á honnuhus.is og taka skyndiprófið.

Notaðu skjámyndir frá vefsíðunni sem myndefni.