Kennsluleiðbeiningar #2: Heimur okkar samanstendur af efnum

Markmið

Nemendurnir munu komast að því að efni finnast alls staðar. Sum eru náttúruleg, önnur eru manngerð. Nemendurnir munu læra að þekkja hættumerkin. Þeir munu komast að því að hættumerkin finnast á venjulegum vörum til heimilisnota og að vörur sem merktar eru með hættumerkjum ætti að nota í samræmi við öryggisleiðbeiningar.

Bekkur

5. til 7. bekkur (10-12 ára gömul).

Kennslutími

Tvær kennslustundir eða 90 mínútur

Efniviður

Efnavörur til heimilisnota með mismunandi hættumerkjum á merkimiðanum, til dæmis klósetthreinsir, grillvökvi og uppþvottalögur. Vertu einnig með vöru sem er merkt með Svaninum eða Evrópublóminu.

Leiðbeiningar

Hugarflug: Hvað eru efni?

 • Byrjaðu á því að skrifa orðið EFNI fyrir miðju á töflunni.
 • Biddu nemendur þína (tvo og tvo saman) að ræða um og skrifa niður hvað þeim dettur í hug þegar þeir sjá orðið á töflunni. Gefðu þeim 5 mínútur til þess.
 • Skrifaðu tillögur þeirra á töfluna sem hugarkort í kring um orðið EFNI.
 • Ræðið um hugarkortið í bekknum og komið að þeirri ályktun að efni eru alls staðar.

Settar fram tilgátur fyrir hættumerkin

 • Settu efnavörurnar á borð og láttu þær snúa þannig að hættumerkin snúi ekki að nemendum.
 • Spurning 1: Hvaða eiga vörurnar á borðinu sameiginlegt? Svör nemendanna gætu verið á þessa leið: Þetta eru vörur til heimilisnota. Hægt er að kaupa vörurnar í matvöruverslun. Þær innihalda mismunandi efni. Það á að nota þær á öruggan hátt. Þær hafa eitt eða fleiri hættumerki á merkimiðanum. Skrifaðu svörin á töfluna.
 • Snúðu vörunum við og sýndu merkimiðann með hættumerkinu. Ef hættumerkið er staðsett framan á vörunni getur þú hulið það með minnismiða.
 • Spurning 2: Af hverju heldur þú að þessar vörur séu merktar með hættumerkjum?
  Svör nemendanna gætu verið á þessa leið: Þessar vörur eru hættulegar, þær geta sprungið, þær geta drepið fisk og svo framvegis. Skrifaðu svörin á töfluna.
 • Útskýrðu að hættumerkin eigi við um efnavörur sem við notum á hverju degi innan heimilisins, en komi hins vegar ekki fyrir á snyrtivörum, lyfjum eða matvælum.

Kynning á hættumerkjum

 • Opnaðu síðuna honnuhus.is á skjávarpanum og smelltu á valmyndina „Hættumerki“. Vertu með stutta kynningu á hættumerkjunum og vitnaðu í fyrri svör frá nemendum.
 • Biddu nemendur þína (tvo og tvo saman eða í litlum hópum) að einblína á aðeins eitt hættumerki og lesa textann sem birtist um það á vefsíðunni. Vertu viss um að öll hættumerkin komi við sögu.
 • Kynning: Nemendur segja hinum í bekknum frá hættumerkinu sínu:
  • Hvað segir hættumerkið okkur?
  • Á hvaða vörum er mögulegt að finna þetta hættumerki?
  • Hvaða varúðarráðstafanir eru nauðsynlegar til þess að meðhöndla vörur sem merktar eru með þessu hættumerki?

Umræða: Lestu greinina „Heimur okkar samanstendur af efnum“

 • Biddu nemendur þína að lesa greinina „Heimur okkar samanstendur af efnum“ á vefsíðunni honnuhus.is. Þú getur líka prentað hana út. Nemendurnir ættu að geta lesið alla greinina á 10-15 mínútum, hvor sem er í kennslustundinni sjálfri eða sem heimaverkefni.
 • Biddu nemendurna að spyrja upplýsandi  spurninga um greinina í bekknum.
 • Fjallið um umræðuefnið: „Efni sem finnast náttúrulega og manngerð efni", "Hvað þarf stóran skammt til að valda eitrun?" og „Allt snýst um efnafræði“ – hugsaðu upp dæmi um „góð efni“ og „slæm efni“ út frá sjónarmiðum varðandi heilsu og umhverfi.

Tilgátur prófaðar: Heimsæktu Hönnuhús

 • Láttu nemendur þína (tvo og tvo saman) fara í gegnum tilvikin í Hönnuhúsi á tölvu eða við spjaldtölvu.
 • Umræða í bekknum: Ræðið um tilvikin 9 (eða einhver af þeim) og hvers vegna það er mikilvægt að fylgja leiðbeiningum á merkimiðanum: Hvað gæti gerst fyrir slysni ef:
  • Pabbi og frænka myndu ekki nota hlífðarhanska við að þvo klósettið eða hreinsa niðurfallið?
  • Mamma myndi ekki fela grillvökvann?
  • Systirin myndi úða skóna sína inni á heimilinu til að vatnsverja þá?
  • Og svo framvegis
 • Segðu nemendunum frá því að það sé mögulegt að draga úr áhættu af völdum efna til heimilisnota með því að nota hættuminni efni, til dæmis vörur sem merktar eru með Evrópublóminu eða Svaninum. Þær gætu verið hættuminni.

Prófaðu skyndiprófið

 • Við lok kennslustundarinnar getur þú látið nemendurna taka skyndiprófið um hættumerki á vefsíðunni. Hvernig gekk þeim?

Frekari tillögur: Huldar hættur á heimili

 • Biddu nemendurna um að kanna hversu margar hættumerktar vörur þeir finna heima hjá sér eða í skólanum.
 • Gakktu úr skugga um að þau biðji einhvern fullorðinn um hjálp við þetta verkefni, til að forðast slys. Þau geta annað hvort skrifað niður lista eða tekið myndir af vörunum.
 • Í kennslustundinni geturðu skrifað niður hvað þau finna og búið til einfaldan lista á töfluna. Niðurstöðurnar gætu verið eftirfarandi:
  • Hvaða hættumerki var algengast?
  • Hvaða hættumerki var sjaldgæfast?
  • Raðaðu hættumerkjunum 1-9 (1= flest, 9= fæst).
  • Búðu til lista og settu hann á vegginn.
 • Annar möguleiki er að fara með bekkinn í vettvangsferð í næstu matvöruverslun og leyfa þeim að kanna hættumerkin þar. Það getur verið góð hugmynd að láta stjórnanda í búðinni vita af komunni fyrirfram.